05.05.2025

Orkan hlýtur fyrsta sæti á lista yfir frábæra vinnustaði á Íslandi

Við erum einstaklega stolt að hljóta fyrsta sæti á lista yfir Frábæra vinnustaði á Íslandi frá Great Place To Work.

Við hlutum fyrsta sæti á listanum yfir Frábæra vinnustaði á Íslandi frá Great Place To Work!

Great Place to Work er alþjóðleg stofnun sem kannar starfsánægju og gefur fyrirtækjum í leiðinni viðurkenningar fyrir frábæra vinnustaðamenningu.

Vottunin og viðurkenningarnar eru byggðar á svörum starfsfólks okkar um upplifun og ánægju þeirra af vinnustaðnum. En aðeins þau fyrirtæki og stofnanir sem fá hæstu einkunnir hljóta þessar viðurkenningar. Við hlutum einnig viðurkenningu sem Frábær vinnustaður fyrir konur annað árið í röð og viðurkenningu sem Frábær vinnustaður fyrir vellíðan.

Við hlökkum til að halda áfram að byggja upp sterka og orkumikla vinnustaðamenningu með öllum okkar frábæru orkuboltum.