Sjálfvirk greiðsla með e1 appinu
Nú er hægt að greiða sjálfvirkt (e. auto charge) á hraðhleðslustöðvum okkar með e1 appinu. Sjálfvirk greiðsla við hleðslu er virkjuð með e1 appinu með því einfaldlega að stinga í samband, en hleðslutengið auðkennir bílinn og virkjar sjálfvirka greiðslu.
Um 80% rafbíla á Íslandi geta nýtt sér sjálfvirkar greiðslur við hleðslu og er því frábær leið til að einfalda hleðsluferlið enn frekar.
Hægt er að nýta 12 kr afslátt af kWh með e1 appinu ef þú ert með Orkulykil og notar sjálfvirka hleðslu. Þegar stungið er í samband þekkir e1 þig og virkjar afsláttinn í gegnum Orkulykilinn. Mikilvægt er að skrá kennitölu í e1 appið en það er gert með því að fara í stillingar og breyta tengiliðaupplýsingum.
Myndbandið til hliðar sýnir ferlið við að greiða sjálfvirkt.