Um okkur

Takk fyrir að forvitnast um Orkuna. Hér höfum við tekið saman það allra helsta um starfsemina okkar. Markmiðið er að vera til staðar fyrir þig - hringinn í kringum landið.

Við vitum að þarfir fólks eru sífellt að breytast. Þess vegna leggjum við áherslu á að bjóða upp á fjölbreytilega orkugjafa og erum sífellt að leita að fleiri leiðum til að stytta viðskiptavinum sporin og nýta hentugar staðsetningar stöðv­anna.   ​

Bensín, dísel, rafmagn, vetni eða metan fyrir bílinn – múslískál, pylsa, borgari, eða hristingur fyrir kroppinn, hraðbanki, apótek, flokkunartunnur eða póstbox – allt þetta og meira til í leiðinni fyrir þig.

Við sjáum til þess að hversdagurinn þinn verði aðeins minna flókin og að þér líði vel á Orkustöðinnni þinni.​

Megi orkan vera með þérI​

Finndu þína Orkustöð

Orkuboltar hlutu vottun frá Great Place to Work

Lægsta

verðið

Hlutverk Orkunnar er að bjóða lægsta eldsneytisverðið í öllum landshlutum og í ákveðnum hlutum höfuðborgarsvæðisins. Við erum með 73 sjálfsafgreiðslustöðvar staðsettar um land allt en lægsta verðið okkar er á Bústaðavegi, Kleppsvegi, Skógarhlíð og Suðurfelli í Reykjavík, Dalvegi í Kópavogi, Einhellu og Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, Mýrarvegi á Akureyri, Brúartorgi í Borgarnesi og Suðurlandsvegi á Selfossi.

Finna lægsta verðið nálægt mér

AFSLÆTTIR

með Orkulyklinum

Með Orkulyklinum færð þú 12 kr. afslátt af lítranum og kWh* og 10-15% afslátt hjá
fjölbreyttum vinum Orkunnar. Frítt kaffi allan hringinn hjá þjónustöðvum okkar
hljómar líka mjög vel – er það ekki?

Skoða alla afslætti

Orku fréttir

Fylgstu með því sem er að gerast hjá Orkunni.

16.01.2025

Orkan hástökkvari í ánægjuvoginni 2024

Við hækkuðum um tvö sæti og erum nú í 2. sæti yfir ánægðustu viðskiptavini á eldsneytis og hraðhleðslumarkaði! 2024

31.12.2024

Gleðilegt nýtt ár kæru Orkuboltar!

Orkan átti heldur betur viðburðaríkt ár.

29.11.2024

Breyttir opnunartímar

Breyttur opnunartími í verslunum á Fitjum og Dalvegi.

26.11.2024

Breytingar á Miklubraut við Kringluna

Fjögur tengi hafa verið tekin í notkun og hleðslugámur hefur verið fjarlægður af lóðinni.

25.11.2024

Styrktarúthlutanir fyrir október 2024

7 verkefni um land allt hlutu styrk fyrir seinna tímabil styrktarumsókna árið 2024.

12.11.2024

2,4 milljónir króna söfnuðust til Bleiku slaufunnar frá Orkuboltum

Í samvinnu við viðskiptavini okkar söfnuðum við 2,4 milljónum til styrktar Bleiku slaufunnar árið 2024.

Sjá allar fréttir

Ert þú orkuboltinn sem við leitum að?

Hafa samband

Orkuboltarnir í þjónustuverinu leggja sig fram við að
svara erindum eins fljótt og hægt er.
Við viljum heyra frá þér!

Sendu okkur línu:
orkan@orkan.is eða á Facebook.com/Orkan.is

Hringdu í okkur:
464 6000
mán-fim kl. 8:15 - 16:00
fös kl. 8:15 - 15:15

Orku bakvaktin fyrir neyðartilvik:
464 6060
mán-fös kl. 16:00 - 22:00
helgar kl. 08:00 - 17:00

Algengar spurningar

Orkustöðin í Suðurfelli var römpuð upp í janúar 2023 og erum við stolt að segja frá því að stöðin er fyrsta aðgengilega bensínstöðin fyrir hreyfihamlaða. Okkur þykir mikilvægt að geta boðið viðskiptavinum sem þurfa á rampnum að halda upp á lægsta dæluverðið í Reykjavík.

Færslan sem þú sérð er ekki raunveruleg greiðsla heldur heimildabeiðni sem bankinn þinn gerir og virkar sem trygging fyrir því að það sé næg heimild á kortinu til að samsvara því magni af eldsneyti sem þú óskar eftir að dæla. Færslur á borð við þessa eiga að bakfærast sjálfkrafa samdægurs. Ef færsla bakfærist ekki hefur hún lent á villuskrá hjá banka og þá þarf viðeigandi banki að losa handvirkt um færsluna og gefa þeir sér 6 virka daga.

AdBlue er notað á bíla til að minnka mengun af nitritoxíðum (NOx) í útblæstri díselvéla. AdBlue er nú nauðsynlegt á nýlegum díselvélum. Athuga skal að AdBlue á ekki að fara saman við eldsneytið heldur er sérstakur geymir fyrir Adblue í díselbílum.

Bílalúgan á Dalvegi er opin 24/7. Upplýsingar um fleiri bílalúgur má nálgast hér - Lúgurnar okkar

Hægt er að versla gaskúta í verslunum okkar á Dalvegi og Vesturlandsvegi. Einnig er hægt að versla gas 24/7 úr gassjálfsölum okkar sem eru staðsettir á Birkimel, Dalvegi og Litla Túni í Garðabæ.

Hægt er að skoða lægsta verð stöðvar hér að ofan.

Þú færð metan á Orkustöðinni Miklubraut.

Til að skoða kvittanir þarf að skrá niður email á mínum síðum. Þar er hægt að skoða yfirlit yfir allar greiðslur.

Með því að fara á eina af þeim orkustöðvum sem bjóða ókeypis kaffibolla og sýna orkulykilinn þinn, þá færðu kaffibolla án endurgjalds.

Viðskiptavinir geta greitt með netgíró á öllum stöðvum Orkunnar, bæði inn í verslun og út á dælum. Þú einfaldlega skannar strikamerki í netgíró appinu upp að strikamerkjalesara.

Með því að skrá sig inn á mínar síður. Hægt er að hafa samband við þjónustuver ef þarfnast er aðstoðar.

Hafið samband við bakvakt í síma 464 6060