14.08.2015
Skeljungur styrkir Þorstein með stolti
Þorsteinn Halldórsson mun keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti fatlaðra í bogfimi sem fer f...
Þorsteinn Halldórsson mun keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti fatlaðra í bogfimi sem fer f...
Þorsteinn Halldórsson mun keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti fatlaðra í bogfimi sem fer fram í Þýskalandi í lok ágúst. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í þessari keppni og er Skeljungur stoltur styrktaraðili Þorsteins í atlögu hans að heimsmeistaratitlinum.
Við heimsóttum Þorstein í Bogfimisetrið til að afhenda honum styrkinn góða. Á myndunum sést Ingvi Örn, markaðsfulltrúi Skeljungs, afhenda Þorsteini styrkinn sem tók við honum auðvitað með viðeigandi hætti.