2,4 milljónir króna söfnuðust til Bleiku slaufunnar frá Orkuboltum
Í samvinnu við viðskiptavini okkar söfnuðum við 2,4 milljónum til styrktar Bleiku slaufunnar árið 2024.
Í samvinnu við viðskiptavini okkar söfnuðum við 2,4 milljónum til styrktar Bleiku slaufunnar árið 2024.
Í samvinnu við viðskiptavini okkar söfnuðum við 2,4 milljónum til styrktar Bleiku slaufunnar sem er átak Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá konum.
Viðskiptavinir með skráðan Orkulykil í styrktarhóp Bleiku slaufunnar gefa 1 krónu af sínum afslætti allan ársins hring og tvær krónur í október. Við jöfnum síðan upphæðina sem viðskiptavinir safna. Auk þess gefum við 5 krónur af öllum seldum lítrum á Bleika daginn sem var 23. október í ár.
Á Bleika deginum birtum við upphæðir frá viðskiptavinum á umhverfis- og vefmiðlum til að sýna fram á að margt smátt gerir eitt stórt.
Við gerum viðskiptavinum kleift að styðja Krabbameinsfélagið allan ársins hring með Orkulyklinum og er hægt að kynna sér málefnið nánar á https://www.orkan.is/bleikur-oktober/