Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2025
Orkan hlaut viðurkenninguna “Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum” annað árið í röð.
Orkan hlaut viðurkenninguna “Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum” annað árið í röð.
Við tókum á móti viðurkenningunni “Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum” í ágúst síðastliðnum, annað árið í röð. Viðurkenninguna veita Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Markmið verkefnisins er að hvetja til umræðu og aðgerða sem styrkja og efla góða stjórnarhætti.
Góðir stjórnarhættir ná yfir alla helstu þætti í rekstri fyrirtækja og móta samskipti við hagsmunaaðila, hluthafa, stjórn, stjórnendur, starfsmenn, viðskiptavini, birgja og samfélagið í heild. Leiðarljósið er að skapa og hámarka langtímaverðmæti á sama tíma og hagsmuna allra hagaðila er gætt.
Við höfum það að markmiði að viðhafa góða stjórnarhætti, enda eru þeir lykilatriði í að styrkja innviði fyrirtækisins og auka traust gagnvart okkar hagsmunaaðilum hvort sem það eru starfsmenn, viðskiptavinir eða eigendur.
Nánari upplýsingar um viðurkenninguna má lesa hér.