01.01.2025

Gleðilegt nýtt ár kæru Orkuboltar!

Orkan átti heldur betur viðburðaríkt ár.

Árið hófst á því að við fengum viðurkenninguna Hástökkvari Ánægjuvogarinnar sem þýðir að við hækkuðum í ánægju viðskiptavina mest allra fyrirtækja sem mæld voru milli ára og fyrir það erum við virkilega þakklát. Það veitir okkur mikla hvatningu til áframhaldandi góðra verka og að hlusta á þarfir viðskiptavina okkar.

Við tókum á móti ykkur 2.9 milljón sinnum þegar þið komið við til að dæla eldsneyti og rafmagni á árinu sem var að líða. Það sem stendur upp úr er fjöldi nýrra hraðhleðslustöðva en við opnuðum 5 nýjar hraðhleðslustöðvar á árinu og bjóðum því nú upp á 12 staðsetningar víðsvegar um landið. Við vorum fyrst til að bjóða viðskiptavinum á Íslandi sjálfvirka greiðslu við hleðslu (e. auto charge) í samstarfi við e1. Hægt er að fylgjast með öllu tengt rafmagninu á heimasíðu okkar og í Facebook hópnum okkar, Orkan rafmagn.

Við fjölguðum afsláttarlausum stöðvum sem bjóða lægsta verðið í Reykjavík, Borgarnesi, Selfossi og Hafnarfirði. Nú fæst lægsta verðið á 10 stöðvum í borg og bæjum, þær sem eru hér fyrrnefndar ásamt Kópavogi og Akureyri.

Áhersla var lögð á að bæta þjónustustigið á stöðvunum okkar og við bættum við 5 gassjálfsölum. Það er gaman að segja frá því að viðskiptavinir okkar fengu að aðstoða okkur við val á staðsetningu á sjálfsölunum. Nú er hægt að sækja gaskút allan sólarhringinn á 8 staðsetningum Orkunnar.

Við buðum viðskiptavinum að koma með garðaúrgang í gáma á völdum stöðvum yfir ágústmánuð og jólapappír og plast á milli jóla og nýárs. Markmiðið með þessu verkefni er að auka aðgengi og einfalda líf viðskiptavina við að flokka úrgang.

Við hlökkum til að taka á móti þér á nýju ári og munum halda áfram að vinna að okkar helstu markmiðum sem eru að einfalda þér lífið á ferðinni og bæta þjónustu á stöðvum okkar.

Nýárskveðjur,
Orkuboltarnir