04.04.2025

Nú bjóðum við upp á lífdísel á Kleppsvegi

Lífdísel er umhverfisvænni valkostur og er kolefnisspor vörunnar allt að 90% minna en jarðefnaeldsneytis.

Lífdísel (HVO), einnig þekktur sem lífrænn dísel, er endurnýjanleg díselolía unnin úr lífrænum hráefnum líkt og jurtaolíu, úrgangsfitu og dýrafitu og fleiri.. Unnið er úr þessum lífrænu olíum í sérútbúnum hreinsistöðvum og úr verður hrein díselolía.

Því er lífdísel umhverfisvænni valkostur sem inniheldur færri aukaefni en hefðbundin dísel sem eingöngu er unnin úr jarðefnaeldsneyti. Kolefnisspor vörunnar er allt að 90% minna en jarðefnaeldsneytis. Afköst, þéttleiki og orkuinnihald er svipað og hefðbundin dísel sem gerir lífdísel að raunhæfum valkosti til notkunar í díselknúnum vélum.

Að auki hefur lífdísel hærri cetantölu (CN) en hefðbundin dísel, sem þýðir að það kviknar auðveldara og brennur á skilvirkari hátt, sem skilar sér í betri afköstum vélarinnar og því meiri sparnaði.

Hægt er að nota lífdísel á hefðbundnar díselvélar en við bendum á að leita til framleiðanda vélarinnar og kanna hvort að mælt sé með notkun lífræns dísels. Einnig er hægt skoða lista yfir það eldsneyti sem heimilað er til notkunar fyrir tiltekin bíl í handbók hvers bíls. Merking fyrir lífrænan dísel er XTL, eða HVO100, og fjallar staðallinn EN 15940:2016 um gæði hans.

Ef þú ert óviss hvort bílinn þinn getur tekið á móti lífdísel bendum við þér að kanna það hjá þínu bílaumboði.