Nýtt kílómetragjald

Frá og með 1. janúar 2026 taka gildi breytingar á fjármögnun vegakerfisins.
Olíu- og bensíngjald mun falla niður en í stað þess verður tekið upp kílómetragjald þar sem greitt er fyrir hvern ekinn kílómetra. Ökutækjaeigendur eru rukkaðir með beinni greiðslu til ríkissjóðs og munum við lækka verð í samræmi við breytinguna.
Á upplýsingasíðunni www.vegirokkarallra.is má finna frekari upplýsingar um verkefnið.
Skrá kílómetrastöðu
media image

Spurt og svarað

Kílómetragjald er gjald þar sem greitt er fyrir fjölda ekinna kílómetra og innheimt af ríkissjóði.  Kostnaður á hvern kílómetra er óháður því hvernig orkugjafa (rafmagn, bensín, dísel) viðskiptavinir notar á bílinn sinn.

Þörf er á að skrá kílómetrastöðu ökutækja á Island.is. Gjald er innheimt með mánaðarlegum reikningi, svipað og rafmagn eða símaþjónusta.

Allir bílar sem aka á almennum vegum falla undir kerfið, óháð því hvort þeir ganga fyrir bensíni, dísel eða rafmagni. Erlendir ferðamenn greiða einnig fyrir akstur sinn á Íslandi.

Kílómetragjald er þegar komið á fyrir raf- og tengiltvinnbíla síðan 1. janúar 2024 en frá og með 1. janúar 2026 hefst gjaldtaka allra ökutækja óháð orkugjafa.

Í dag er innheimt kolefnisgjald af hverjum lítra af bensín og dísel sem mun hækka og tekur gildi frá og með 1. janúar 2026. Kolefnisgjald tilheyrir umhverfis- og auðlindasköttum sem lagðir eru á hvern lítra jarðefnaeldsneytis, svo sem olíu og dísel, og eru innheimtir við innflutning í tollafgreiðslu.

Já, við munum lækka verð á bensín og dísel í samræmi við breytingar á sköttum.

Með kílómetragjaldinu verður ekki þörf lengur á litaðri olíu. Eftir breytinguna munu ökutæki sem áður tóku vélaolíu geta fyllt á ökutækin sín með dísel.

Á eftirfarandi upplýsingavef stjórnvalda má finna nákvæmar upplýsingar um kílómetragjaldið, www.vegirokkarallra.is.