Komdu að hlaða!
Allar stöðvar okkar eru hraðhleðslustöðvar sem þýðir að meðalhleðsla er um 15 mínútur.
Við leggjum áherslu á:
- Hraða og öfluga hleðslu, allt að 600kW hleðslu
- Fjölda hraðhleðslutengja þar sem biðtími eftir hleðslu er stuttur
- Lágt verð en við keppumst við að bjóða okkar allra lægsta verð á völdum stöðvum
- Að bjóða alltaf upp á minnst eitt CHAdeMO tengi á hverri stöð
- Sjálfvirka greiðslu með e1 appinu sem einfaldar hleðsluferlið
- 12 kr. afslátt með Orkulykli þar sem við bjóðum okkar allra lægsta verð á völdum stöðvum. Verðtöflu má finna neðar á síðunni
- Góðar staðsetningar í borg og bæjum
Sjálfvirk greiðsla með e1 appinu
Nú er hægt að greiða sjálfvirkt (e. auto charge) á hraðhleðslustöðvum okkar með e1 appinu. Sjálfvirk greiðsla við hleðslu er virkjuð með e1 appinu með því einfaldlega að stinga í samband, en hleðslutengið auðkennir bílinn og virkjar sjálfvirka greiðslu.
Um 80% rafbíla á Íslandi geta nýtt sér sjálfvirkar greiðslur við hleðslu og er því frábær leið til að einfalda hleðsluferlið enn frekar.
Hægt er að nýta 12 kr afslátt af kWh með e1 appinu ef þú ert með Orkulykil og notar sjálfvirka hleðslu. Þegar stungið er í samband þekkir e1 þig og virkjar afsláttinn í gegnum Orkulykilinn. Mikilvægt er að skrá kennitölu í e1 appið en það er gert með því að fara í stillingar og breyta tengiliðaupplýsingum.
Myndbandið til hliðar sýnir ferlið við að greiða sjálfvirkt.
Fylgstu með nýjum
Hleðslustöðvum
það er einfalt að hlaða
Settu greiðslukort, síma eða Orkulykil upp að skanna á greiðsluvél til að virkja hleðslu. Greiðsluvél er stödd á milli hleðslustaura.
Veldu hleðslustöð/stæði og tengdu kapalinn við bílinn. Þú getur fylgst með hleðslunni á hleðslustaurnum eða skannað QR kóðann á hleðsluskjánum og fylgst með hleðslunni í símanum.
Þegar þú hefur hlaðið bílinn slekkur þú á hleðslu með því að stoppa hleðslu á hleðsluskjá.
Þú getur borgað með
Spurt og svarað
Fjöldi hleðslustaura fer eftir stöðvum en meirihluti tengja eru alltaf CCS tengi og eitt CHAdeMO.
Hægt er að skoða verð á rafmagni hér að ofan.
Já á hraðhleðslustöðvum Orkunnar er hægt að greiða með öllum helstu kredit- og debetkortum, Apple og Google Pay, Orkulyklinum, netgíró og e1 appinu.
Með Orkulyklinum fá viðskiptavinir 12kr. afslátt per kWh á öllum hraðhleðslustöðvum nema lægsta verð stöðvum okkar á Vesturlandsvegi og Fitjum.
Hleðslustöðvarnar eru allt frá 300kW upp í 500kW.
Hér að ofan er hægt að sjá tímalínu á opnun hraðhleðslustöðva.
Já, við bjóðum upp á eitt CHAdeMO tengi á hverri stöð fyrir utan Lambhagaveg en það mun bætast við á vormánuðum 2025.