Sjálfvirk greiðsla með e1 appinu
Nú er hægt að greiða sjálfvirkt (e. auto charge) á hraðhleðslustöðvum okkar með e1 appinu. Sjálfvirk greiðsla við hleðslu er virkjuð með e1 appinu með því einfaldlega að stinga í samband, en hleðslutengið auðkennir bílinn og virkjar sjálfvirka greiðslu.
Um 80% rafbíla á Íslandi geta nýtt sér sjálfvirkar greiðslur við hleðslu og er því frábær leið til að einfalda hleðsluferlið enn frekar.
Myndbandið til hliðar sýnir ferlið við að greiða sjálfvirkt.