Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Bleika slaufan er okkur hjartans mál en við höfum verið stoltur styrktaraðili átaksins frá árinu 2007. Saman höfum við safnað á annan tug milljóna til baráttunnar gegn krabbameinum hjá konum. Við gerum þér einnig kleift að styrkja Slaufuna allan ársins hring með því að tengja Orkulykilinn við Bleiku slaufuna.
En hvað þýðir það að vera bleik allan ársins hring?
Með því að skrá þig í hóp Bleiku slaufunnar gefur þú 1 krónu af þínum afslætti allan ársins hring og 2 krónur í október. Orkan gefur jafnt á móti þér fyrir hvern seldan lítra sem safnast fyrir Bleiku slaufuna.
Á Bleika deginum ár hvert leggjum við átakinu aukin lið með því að gefa 5 krónur af hverjum seldum lítra til átaksins.
Eins og Bleika slaufan þá elskum við bleikan – í bleikum október og alla hina mánuði ársins.
Skráðu þig í hóp Bleiku slaufunnar og gefðu 1 kr. af þínum afslætti allan ársins hring og 2 kr. í október til málefnisins. Orkan gefur jafnt á móti þér fyrir hvern seldan lítra sem safnast fyrir Bleiku slaufuna.