Orkumótið

Við erum stolt af Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem við höldum árlega fyrir 6. flokk drengja í fótbolta í samstarfi við ÍBV.

Orkumótið í Eyjum er árlegt knattspyrnumót sem var fyrst haldið árið 1984 en árið 1991 hófst samstarfið á milli Skeljungs og ÍBV. Á ár­unum 1991 - 2015 hét mótið Shell mótið en frá árinu 2015 hafa sprækir orkuboltar farið á Orkumótið.​
Orkumótið er haldið í lok júní ár hvert og stendur yfir frá miðvikudegi til sunnudags. Vel yfir 100 lið eða yfir 1200 keppendur, keppa á mótinu ár hvert og leggja undir sig hvern grænan blett Heimaeyjar á meðan á mótinu stendur.

Árið 2023 fagnaði Orkumótið 40 ára afmæli í Vestmannaeyjum. Við fengum framleiðslustofuna Undireins til að fanga stemminguna á eyjunni og fylgja 6. flokki drengja spreyta sig í fótbolta.