skilmálar

Skilmálar þessir gilda fyrir kort og lykla frá Orkunni sem tengd eru debet- eða kreditkorti. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir við umsókn á vefsíðu Orkunnar teljast þeir samþykktir við fyrstu notkun á Orkukorti eða Orkulykli.
Umsókn og útgáfa

Orkan IS ehf, Fellsmúla 28, 108 Reykjavík, gefur út Orkukort og Orkulykla. Hægt er að sækja um Orkukort og Orkulykil á vefsíðu Orkunnar, www.orkan.is, eða í síma 464-6000. Til einföldunar verður hér eftir talað um Orkulykil þegar átt er við Orkukort/lykil , nema annað sé tekið fram.

Almennt um Orkulykilinn
  • Orkulykillinn er eign Orkan IS. en meðferð og notkun hans er á ábyrgð handahafa Orkulykilsins.
  • Orkulykillinn er tengdur debet- eða kreditkorti. Úttektir sem gerðar eru með Orkulykli eru því innheimtar með færslu um kortareikning viðkomandi Orkulykils.
  • Óski handhafi Orkulykils eftir því að „fylla“ á afgreiðslustöðvum Orkunnar þá kann að vera framkvæmd heimildarfærsla allt að fjárhæð kr. 30.000 á því korti sem tengt er Orkulyklinum. Slík færsla kann að vera framkvæmd af viðskiptabanka þínum til að tryggja að næg innistæða sé á kortinu. Heimildarfærslan er bakfærð um leið og viðskiptin hafa átt sér stað. Orkan tekur einungis þá fjárhæð sem dælt er fyrir.
  • Orkulykill er ætlaður til úttekta á stöðvum Orkunnar sem og í verslunum samstarfsaðila og í tengslum við aðrar vörur og þjónustu sem Orkan býður upp á eða hefur milligöngu um.
  • Skráður handhafi Orkulykilsins skuldbindur sig til að greiða að fullu allar þær úttektir sem framkvæmdar eru með lyklinum, hvort sem þær eru í þágu handhafans eða þriðja aðila, með eða án vitneskju skráðs handhafa.
  • Handhafi Orkulykils ber ábyrgð á því að rétt afgreiðslustöð og rétt afgreiðsludæla séu valdar, þegar við á.
  • Vilji handhafi Orkulykils hætta við dælingu skal byssa valinnar afgreiðsludælu tekin úr slíðrinu og sett kyrfilega aftur í slíðrið. Sé hins vegar ekkert aðhafst lokast dælan sjálfkrafa eftir 1,5-3 mínútur. Handhafi Orkulykils ber áhættuna af því að þriðji aðili hefji ekki dælingu á meðan.
  • Orkulykillinn er sendur heim að dyrum, viðskiptavini að kostnaðarlausu. Mikilvægt er að rétt heimilisfang sé skráð við umsókn um Orkulykilinn.
  • Orkan áskilur sér rétt til að senda handhöfum Orkulykilsins texta skilaboð í farsíma (sms).
Sérkjör og afslættir
  • Handhafar Orkulykils njóta ýmissa sérkjara, t.a.m. afsláttar af hverjum lítra í fyrsta skiptið sem dælt er, af hverjum lítra á afmælisdegi þess korthafa sem Orkulykillinn er tengdur við, auk fasts afsláttar af hverjum lítra. Auk þess býðst handhöfum ýmiss annar afsláttur hjá samstarfsaðilum Orkunnar. Nánari upplýsingar um afslætti hverju sinni á stöðvum Orkunnar og hjá samstarfsaðilum má finna á vefsíðu Orkunnar.
  • Á sérstökum afsláttardögum, leggjast tilgreindir afslættir ekki ofan á þá afslætti sem handhafar eru með fyrir, nema það sé sérstaklega tekið fram. Viðskiptavinur fær ávallt þann afslátt sem hagstæðastur er hverju sinni.
  • Sérkjör og aðrir afslættir gilda ekki á afsláttarlausum stöðvum Orkunnar sem staðsettar eru á Bústaðarvegi, Dalvegi, Mýrarvegi, Reykjavíkurvegi, Suðurfelli og Suðurlandsvegi. Þar bjóðum við okkar allra lægsta verð án afsláttar. Orkulykillinn virkar jafnt á afsláttarlausar stöðvar Orkunnar og hefðbundnum Orkustöðvum, þó svo að lykillinn veiti engan afslátt á stöðvum Orkunnar við Bústaðarveg, Dalveg, Mýrarveg, Reykjavíkurveg, Suðurfelli og Suðurlandsveg.
  • Handhafi Orkulykils geta valið að gefa eftir 5 kr. pr. lítra af afslætti sínum til Votlendissjóðsins og þannig kolefnisjafnað eldsneytiskaup sín hjá Orkunni. Við fyrstu eldsneytiskaup, eftir gildistöku þessa valkosts, fá handhafar valmynd á dælu þar sem þeim gefst kostur á að samþykkja eða hafna að skrá sig í kolefnisjöfnuð viðskipti. Handhafi getur breytt skráningu sinni á heimasíðu Orkunnar, orkan.is.
Breytingar á tengiliðaupplýsingum

Handhafi Orkulykilsins skal tilkynna breytingar á aðsetri, símanúmeri og tölvupóstfangi til Orkunnar á orkan@orkan.is, eins fljótt og hægt er til að tryggja að viðeigandi upplýsingar berist honum. Um meðferð slíkra persónuupplýsinga vísast til persónuverndarstefnu Orkunar sem nálgast má á heimasíðu Orkunnar, orkan.is/personuverndarstefna

Týndur Orkulykill

Glatist Orkulykill skal tilkynna það án tafar með tölvupósti á orkan@orkan.is eða í síma 464-6000 á skrifstofutíma. Hægt er að loka Orkulykli allan sólarhringinn inn á mínum síðum.

Athugaðu að handhafi Orkulykils ber fulla ábyrgð á öllum úttektum.

Inneignarkort- og miðar

Orkan IS ehf endurgreiðir ekki upphæðir sem eru greiddar inn á inneignakort né kostnað við gerð þeirra. Innegnarmiðar gilda einungis í 6 mánuði frá kaupdegi þeirri stöð sem að þeir eru keyptir á.

Skilmálabreytingar

Orkan IS áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði handhafa Orkulykils tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til viðskiptavina og/eða birting á vefsíðu Orkunnar telst nægileg tilkynning.  Litið er svo á að handhafi Orkulykils hafi samþykkt breytinguna ef hann notar Orkulykil eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.

Ágreiningur

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim er heimilt að reka mál vegna þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

Gildistími skilmála

Skilmálar þessir gilda frá 26. júlí 2024.