06.01.2026

3,8 tonn voru flokkuð í umbúðagámana

Viðskiptavinir okkar söfnuðu 3,8 tonnum af pappa og plasti í jólaumbúðagámana.

Við erum alltaf að leita leiða til að stytta viðskiptavinum sporin og aðstoða við flokkun úrgangs. Þetta er fimmta árið í röð sem við bjóðum upp á umbúðagáma á milli jóla og nýárs.

Umbúðagámarnir þessi jólin voru staðsettir við sex Orkustöðvar frá 23.- 28. desember þar sem var hægt að losa pappa og jólapappír í einn gám og plast í annan gám. Viðskiptavinir okkar söfnuðu alls 3,8 tonnum af úrgangi. 

Takk fyrir að nýta orkuna til að flokka!