14.03.2014

Eldsneytið 20 kr. ódýrari en fyrir ári síðan

Þeir sem fylgjast með eldsneytisverði vita að verðið á Íslandi tekur mið af heimsmarkaðsverði á ol...

Þeir sem fylgjast með eldsneytisverði vita að verðið á Íslandi tekur mið af heimsmarkaðsverði á olíu og gengi ISK. á hverjum tíma. Ef við lítum um öxl og skoðum hvert verðið var fyrir ári síðan skv. heimasíðu Skeljungs þá sést að verðið á bensíni var fyrir ári 259,9 kr/litra. Í dag er verðið 20 kr lægra á hvern lítra eða 239,9 kr. Verðið á diesel olíu fyrir ári var  255,6 kr/litra og í dag er það 14,2 kr lægra per litra. Skýringin er eins og svo oft áður lægra heimsmarkaðsverð á olíu og ekki síður styrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar. Þess ber líka að geta að opinber gjöld hafa hækkað á bæði bensín og diesel olíu. Vissi einhver af þessu?