07.07.2023

Við kynnum nýjung á völdum stöðvum - gassjálfsalar

Við kynnum nýjung hjá okkur þar sem viðskiptavinir geta nú keypt og skilað gaskútum í sjálfsala okkar á völdum stöðvum.

Við kynnum með stolti, skemmtilega nýjung hjá okkur þar sem viðskiptavinir geta nú keypt og skilað gaskútum í sjálfsala okkar á völdum stöðvum. Með þessu viljum við einfalda líf viðskiptavina á ferðinni og gera þeim kleift að sækja sér kút allan sólarhringinn.

Að sjálfsögðu er ennþá hægt að kíkja inn á stöðvar til okkar og næla sér í gaskút og skila tómum.

Við bjóðum upp á plastkúta, bæði 5kg skrúfugaskúta og 10kg smellu- og skrúfugaskúta.

Kannaðu hvaða staðir selja gaskúta á stöð - https://www.orkan.is/orkustodvar/ með því að sía í „gaskútar“.

Gassjálfsalar okkar eru staðsettir á Dalvegi, Birkimel og í Garðabæ. Gassjálfsalarnir taka öll helstu greiðslukort og einnig er hægt að greiða með Apple og Google Pay. Ekki er hægt að greiða með Orkulyklinum í sjálfsölunum.

Gleðilegt grillsumar!