27.05.2016

Tæknin eitthvað að stríða okkur

Villa í tölvupóstkerfi Skeljungs olli því að að einhverjir viðskiptavinir okkar fengu tölvupósta um...

Villa í tölvupóstkerfi Skeljungs olli því að að einhverjir viðskiptavinir okkar fengu tölvupósta um að í dag væri 14 kr. og 21 kr. afsláttur hjá Orkunni og Skeljungi. Þessir tölvupóstar áttu vitaskuld að fara út 13. maí og 15. maí, líkt og fram kemur í tölvupóstunum. Það er því ekki ofurdagur í dag. Okkur þykir þetta afskaplega leitt og munum gera allt sem getum til að koma í veg fyrir að svona komi fyrir aftur.