29.06.2015
Orkumótið 2015
Orkumótið, nokkurs konar heimsmeistaramót 6. flokks stráka í fótbolta fór fram í Vestmannaeyjum í s...
Orkumótið, nokkurs konar heimsmeistaramót 6. flokks stráka í fótbolta fór fram í Vestmannaeyjum í s...
Orkumótið, nokkurs konar heimsmeistaramót 6. flokks stráka í fótbolta fór fram í Vestmannaeyjum í síðustu viku.
Þetta var í fyrsta skipti sem mótið ber nafn Orkunnar en undanfarin ár hefur mótið heitið Shellmótið.
Mótið gekk í alla staði vel. Erfiðasti andstæðingurinn var þó veðrið sem splæsti tæpum 20 metrum á sekúndu á tímabili.
Orkumótsmeistarar voru Breiðablik-1 í ár og unnu þeir FH-1 í úrslitum.
Önnur úrsit má sjá hér
Orkan vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem komu að mótinu, við skipulagningu, dómgæslu, merkingar, matreiðslu, pökkun og útdeilingu á gjöfum, öryggisgæslu, flutninga, skemmtiatriði, verðlaunaafhendingu og margt fleira.