Metan á Orkunni Miklubraut
Í dag opnaði Skeljungur formlega nýja metandælu á Orkustöðinni við Miklubraut. Dælan er undir sky...
Í dag opnaði Skeljungur formlega nýja metandælu á Orkustöðinni við Miklubraut. Dælan er undir sky...
Í dag opnaði Skeljungur formlega nýja metandælu á Orkustöðinni við Miklubraut. Dælan er undir skyggninu hjá öðrum eldsneytisdælum Orkunnar og er hægt að nota kort og lykla Orkunnar og Skeljungs við kaup á metani á Orkustöðinni.
Metandælan er staðsett við eina fjölförnustu götu landsins og kemur því til með að þjóna þeim fjölmörgu metanbílaeigendum sem fara um Miklubrautina daglega.
Metanið er al-íslenskur orkugjafi sem unninn er úr hauggasi á Álfsnesi í Reykjavík. Við viljum því meina að metan á Miklubraut sé ómetanlegt… fyrir umhverfið og gjaldeyrisforðann
Á Shell-stöðinni Miklubraut, hinum megin við götuna hefur verið settur upp hraðhleðslustaur fyrir rafmagnsbíla sem einnig er umhverfisvænn íslensk orka. Það má því með nokkru sanni segja að hér sé komið örlítið nýtt grænt svæði í Reykjavík.
Sjá nánar á Facebook-síðu Orkunnar.