Orkan styrkir Bleiku slaufuna um rúma milljón
Í gær afhenti Orkan Krabbameinsfélaginu afrakstur söfnunar Orkunnar til styrktar Bleiku slaufunnar...
Í gær afhenti Orkan Krabbameinsfélaginu afrakstur söfnunar Orkunnar til styrktar Bleiku slaufunnar...
Í gær afhenti Orkan Krabbameinsfélaginu afrakstur söfnunar Orkunnar til styrktar Bleiku slaufunnar. Í ár söfnuðust samtals 1.024.832 kr. Við erum svo ofboðslega stolt af ellefu ára farsælu samstarfi við þetta verðuga málefni.
Það er gaman að segja frá því að með afhendingunni í gær brutum við 10.000.000 kr. múr í samstarfinu, en samtals höfum við safnað 10.251.349 kr fyrir baráttuna gegn krabbameini. Þær Sigríður Sólan og Halla Þorvaldsdóttir frá Krabbameinsfélaginu komu til... okkar og tóku á móti viðurkenningarskjali og blómvendi frá okkur.
Við viljum þakka öllum viðskiptavinum Orkunnar sem tóku þátt í að styrkja þetta verðuga málefni.