Nú jöfnum við styrk viðskiptavina okkar til Bleiku slaufunnar
Í ár geta viðskiptavinir Orkunnar gefið eina krónu af sínum afslætti til Bleiku slaufunnar og tvær krónur í október.
Í ár geta viðskiptavinir Orkunnar gefið eina krónu af sínum afslætti til Bleiku slaufunnar og tvær krónur í október.
Viðskiptavinir Orkunnar hafa lengi vel getað skráð sig í hóp Bleiku slaufunnar og hefur þá Orkan gefið eina krónu af hverjum seldum lítra með Orkulykli viðkomandi allan ársins hring til málefnisins og tvær krónur í október. Nú höfum við endurbætt fyrirkomulagið á þann hátt að viðskiptavinir með Orkulykil geta einnig gefið eina krónu af sínum afslætti til málefnisins og tvær krónur af sínum afslætti í október. Orkan jafnar svo þá upphæð sem safnast hjá viðskiptavinum til Bleiku slaufunnar.
Við höfum styrkt Bleiku slaufuna í 17 ár en Krabbameinsfélagið stendur fyrir þessu árlega átaksverkefni tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
„Okkur þykir vænt um samstarfið við Bleiku slaufuna og nú sjáum við möguleika á að gefa viðskiptavinum tækifæri á að sýna samstöðu og styrkja málefnið með okkur. Þetta er verðugt verkefni sem skiptir okkur máli og með okkar styrk þá gerum við rannsóknarteyminu kleift að setja aukinn kraft í krabbameinsrannsóknir.“ segir Auður Daníelsdóttir, forsjóri Orkunnar.
„Verum bleik – fyrir okkur öll. Krabbameinsfélagið leggur sitt af mörkum með öflugu forvarnar- og fræðslustarfi, þýðingarmiklu framlagi til krabbameinsrannsókna, hagsmunagæslu og endurgjaldslausum stuðningi og ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Fjárhagslegur stuðningur einstaklinga og fyrirtækja við átak á borð við Bleiku slaufuna er því ómetanlegt framlag í baráttunni við krabbamein og undirstaða þess að félagið geti áfram sinnt þessum mikilvægu verkefnum. Krabbameinsfélagið þakkar Orkunni fyrir sinn mikilvæga stuðning í gegnum árin til félagsins og öllum þeim sem nýta sér þessa frábæru styrktarleið um land allt af alhug fyrir stuðninginn.“ segir Árni Reynir Alfredsson forstöðumaður fjáröflunar og markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að skrá sig í hóp Bleiku slaufunar bendum við á síðuna okkar– https://www.orkan.is/bleikur-oktober/