Við erum svo ofboðslega stolt af nýja samstarfsverkefninu okkar við Á
allra vörum, en Skeljungur hefur skrifað undir styrktarsamstarf við
söfnunarátakið. Í ár rennur allur styrkurinn til Kvennaathvarfsins og
mun styrkurinn fara í það að byggja íbúðir fyrir þá skjólstæðinga
Kvennaathvarfsins sem eiga ekki í nein hús að vernda.
Samstarfið er
í formi lyklasamstarfs og er eitt af fjölmörgum verkefnum er heyra
undir samfélagslega ábyrgð félagsins, þar sem Skeljungur og Orkan ásamt
viðskiptavinum láta gott af sér leiða.
Hér má sjá auglýsingu Á allra
vörum fyrir verkefnið 2017 og
hér sækir þú um Á allra vörum Orkulykilinn.