19.12.2012

Fjölskylduhjálp Íslands greiddur styrkur

Frá 1. til 21. desember styrkir Orkan Fjölskylduhjálp Íslands um krónu fyrir hvern seldan lítra á O...

Frá 1. til 21. desember styrkir Orkan Fjölskylduhjálp Íslands um krónu fyrir hvern seldan lítra á Orkustöðvum út um allt land. Nú þegar hafa safnast rúmar 2 milljónir fyrir Fjölskylduhjálpina. Til að styrkurinn nýtist sem best fyrir jólin er hann greiddur út á viku fresti.

Meðfylgjandi mynd er tekin þegar styrkur númer 2 var greiddur út (fyrir tímabilið 8.-14. desember). Á myndinni eru Jón Páll Leifsson markaðsstjóri Skeljungs, Ásgerður Jóna Flosadóttir frá Fjölskylduhjálp Ísland og Tinna Marína Jónsdóttir frá Skeljungi. Í bakgrunni er hópur sjálfboðaliða sem vinnur við afhendingu og pökkun hjá Fjölskylduhjálp Íslands.

Starfsfólk Skeljungs vill koma á framfæri þakklæti til Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir það óeigingjarna og góða starf sem þar er unnið og það er félaginu sannur heiður að fá að aðstoða Fjölskylduhjálp Íslands með þessum hætti.