22.01.2016

Fjáröflun Arsenal klúbbsins með Orkulyklum nýtt til góðs

Gunnar Steinn er 15 ára gutti sem er að glíma við heilaæxli í þriðja sinn síðan 2012. Arsenal klúbb...

Gunnar Steinn er 15 ára gutti sem er að glíma við heilaæxli í þriðja sinn síðan 2012. Arsenal klúbburinn setti saman ferð fyrir Gunnar og faðir hans út á Arsenal leikinn á sunnudaginn þar sem Arsenal og Chelsea takast á. Gaman Ferðir sjá um flug og hótel fyrir þá feðga á meðan klúbburinn sér um allt uppihald og miða, auk þess gat klúbburinn með peningum sem safnast hafa í gegnum Orkulyklana gefið Gunnari gjaldeyri.

Það er von klúbbsins að þessi ferð létti undir þá baráttu sem hann hefur gengið í gegnum og þegar Arsenalklúbburinn ásamt Gaman Ferðum hittu hann í dag mátti skynja mikla tilhlökkun