18.09.2015

Orkan lækkar verð á bensíni niður fyrir 200 kr.

Orkan hefur, fyrst olíufélaganna, lækkað lítraverð á 95 okt. bensíni niður fyrir 200 kr. Lækkunin n...

Orkan hefur, fyrst olíufélaganna, lækkað lítraverð á 95 okt. bensíni niður fyrir 200 kr. Lækkunin nemur 3 kr. og fer því lítrinn úr 202,50 kr.  í  199,50 kr. Er þetta í fyrsta sinn sem lítraverð á bensíni fer niður fyrir 200 kr. síðan í janúar á þessu ári.  Kemur lækkunin til vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á bensíni og styrkingu krónunnar en hún hefur styrkst gagnvart dollar um tæp 5% síðastliðinn mánuð.