18.08.2022

11,4 tonn af garðúrgangi frá viðskiptavinum

Orkan er alltaf að leita leiða til að stytta viðskiptavinum sporin og aðstoða við flokkun.

Orkan er alltaf að leita leiða til að stytta viðskiptavinum sporin og aðstoða við flokkun. Í sumar voru garðúrgangsgámar staðsettir við Orkuna Suðurströnd, Kleppsveg, Hraunbæ og Reykjavíkurveg í samstarfi við Terra. Þar bauðst viðskiptavinum að koma og losa allan garðúrgang beint í gáma. Terra sá um að tæma gámana og vinna úr úrganginum.
Garðúrgangurinn sem safnaðist er tættur, sigtaður, látin brotna niður og síðan notaður sem jarðvegsbætir.

Takk fyrir að nýta orkuna til að flokka!