1.152.432 kr. söfnuðust fyrir Bleiku slaufuna
Orkan hefur um árabil styrkt Bleiku slaufuna m.a. með sérstökum Orkulykli þar sem 1 kr. af hverjum ...
Orkan hefur um árabil styrkt Bleiku slaufuna m.a. með sérstökum Orkulykli þar sem 1 kr. af hverjum ...
Orkan hefur um árabil styrkt Bleiku slaufuna m.a. með sérstökum Orkulykli þar sem 1 kr. af hverjum seldum eldsneytislíter rennur til samtakanna. Í október hækkar sú upphæð í 2 kr. og í sama mánuði fer einnig fram bleikur ofurdagur þar sem 2 kr. af hverjum seldum eldsneytislíter, óháð greiðslumáta, renna til Bleiku slaufunnar.
Ragnheiður gat ekki annað en brosað þegar henni var færður Orkulykillinn gríðarstóri. |
Starfsmenn Skeljungs ákváðu að bregða á leik og afhentu Ragnheiði Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélagsins styrkinn á risastórum Orkulykli í stað hefðbundinnar ávísunar enda á Orkulykill Bleiku slaufunnar stóran þátt í þessari söfnun. |
Ragnheiður, Ólöf María, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins,Valgeiri Baldvinsson, forstjóri Skeljungs ásamt starfsfólki Skeljungs.