09.11.2023

Varaaflstöð er tilbúin hjá Orkunni í Grindavík

Varaaflstöð er tilbúin við Orkustöðina í Grindavík verði rafmagnslaust á svæðinu.

Varaaflstöð er tilbúin við Orkustöðina í Grindavík verði rafmagnslaust á svæðinu. Varaafl verður þá hægt að virkja og tryggja þannig eldsneytissölu til bæjarbúa. Mikill viðbúnaður er á Reykjanesskaga vegna mögulegs eldgoss og hafa prófanir staðið yfir í vikunni á varaafli í Grindavík.

„Óvissan er mikil fyrir íbúa á þessu svæði og erum við því sátt við að geta lagt okkar af mörkum. Prófanir gengu mjög vel og virknin til staðar sem þýðir að viðskiptavinir geta leitað til Orkunnar allan sólarhringinn komi til þess að það verði rafmagnslaust á svæðinu.“ segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar.

Vegna varaafls er Orkustöðin í Grindavík skilgreind sem neyðarstöð fyrir viðskiptavini á svæðinu.