Orkan og Terra spara þér sporin fyrir garðaúrganginn
Í júní og júlí er hægt losa sig við garðaúrgang á fjórum Orkustöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
Ver...
Í júní og júlí er hægt losa sig við garðaúrgang á fjórum Orkustöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
Ver...
Í júní og júlí er hægt losa sig við garðaúrgang á fjórum Orkustöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Terra en með þessu vill Orkan einfalda fólki lífið við að flokka og henda úr garðinum. “Við viljum bjóða uppá þennan möguleika í nærumhverfinu og vonandi mun þetta mælast vel fyrir” segir Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Skeljungs.
Karen segir verkefnið samrýmast umhverfisstefnu félagsins vel “Við höfum verið að bjóða viðskiptavinum okkar að kolefnisjafna aksturinn sinn í samstarfi við Votlendissjóð og sífellt fleiri velja þann kost. Næsta skref er að auðvelda flokkun, spara sporin fyrir viðskiptavini okkar og höldum við þannig áfram að axla samfélagslega ábyrgð og að vinna markvisst að því að taka þátt í að minnka kolefnissporin.”
Freyr Eyjólfsson samskiptastjóri Terra segir þetta mjög mikilvægt og þarft verkefni. “Þessi garðaúrgangur verður síðan jarðgerður og fólk mun geta sótt moltu í garðana sína til Orkunnar á næsta ári. Fullkomin hringrás!“
Gámarnir eru staðsettir á Suðurströnd, Seltjarnarnesi, við Kleppsveg og í Hraunbæ í Reykjavík og á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Í gámana má einungis fara garðaúrgangur svo sem lauf, gras, greinar, illgresi, blóma afskurður og mold. Engir plastpokar mega fara í gámana.