Í dag verður átta bensínstöðvum Skeljungs breytt í Orkuna X. Á þessum stöðvum verður einfaldlega boðið upp á lægra dæluverð fyrir alla. Ekki verður boðið upp á afslátt á þessum stöðvum – heldur lægra verð á dælu.
„Með þessu erum við að auka fjölbreytni við neytendur. Það hefur verið markmið Orkunnar frá upphafi að bjóða upp á lægsta dæluverðið auk þess sem við höfum haldið uppi öflugu afsláttarkerfi fyrir viðskiptavini okkar. Við höfum ákveðið að stíga næsta skref og nú geta allir gengið að enn lægra verði á stöðvum Orkunnar X,“ segir Valgeir Baldursson forstjóri.
Stöðvar Orkunnar X á höfuðborgarsvæðinu eru við Eiðistorg, Miklubraut, Spöngina í Grafarvogi og á Skemmuvegi í Kópavogi. Á landsbyggðinni má finna stöðvar á Smiðjuvöllum Akranesi, við Miðvang á Egilsstöðum, við Sunnumörk í Hveragerði og Kjarnagötu á Akureyri.
Allar nánari upplýsingar má finna á
www.orkan.is