17.12.2015

Skeljungur og Flugfélag Íslands skrifa undir áframhaldandi samstarf

Í dag undirrituðu Skeljungur og Flugfélag Íslands samning um áframhaldandi samstarf. Samningurinn...

Í dag undirrituðu Skeljungur og Flugfélag Íslands samning um áframhaldandi samstarf.  Samningurinn kveður á um kaup Flugfélags Íslands á flugvélaeldsneyti af Skeljungi.

Skeljungur og Flugfélag Íslands hafa átt í samstarfi undanfarna áratugi og hafa nú undirritað áframhald þar á.

,,Undirritun samningsins um áframhaldandi samstarf á milli Skeljungs og Flugfélags Íslands er auðvitað mikið fagnaðarefni og staðfestir einkar farsælt samstarf undanfarna áratugi, ‘‘ segir Valgeir Baldursson forstjóri Skeljungs.

Innanlandsflugið er gríðarlega mikilvæg þjónusta við landsmenn sem og erlenda ferðamenn. Skeljungur er stoltur af því að vera hluti af þeirri þjónustu á helstu flugvöllum landsins.

Á mynd: Þorsteinn V. Pétursson, Sölustjóri flugeldsneytis og Árni Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Flugfélags Íslands.