08.03.2016

Orkan, Dunkin‘ Donuts, Akureyri og handbolti!

Við kynntum einnig lyklasamtarf Orkunnar og Akureyrar handbolta og buðum sönnum stuðningsmönnum að ...

Við kynntum einnig lyklasamtarf Orkunnar og Akureyrar handbolta og buðum sönnum stuðningsmönnum að fá sérmerktan Orkulykil með merki Akureyrar sem veitir afslátt af eldsneyti á Orkunni og Shell og styrkir félagið með hverjum keyptum eldsneytislítra.

Í hálfleik festum við sérhannaðan Orku-dúk í markið með nokkrum stærðum af merki Orkunnar þar sem búið var að skera úr miðjuna í bleika hringnum. Börn og fullorðnir úr áhorfendastúkunni  reyndu svo að hitta í eitt af götunum og þeir sem hittu fengu veglega vinninga.

Þó að leikurinn hafi ekki farið eins og við hefðum viljað var þetta frábær skemmtun og það var mikil stemning í stúkunni. Margir stuðningsmenn vildu einnig styrkja liðið sitt með Orkulykli Akureyrar handbolta og voru spenntir að fá lykil með merki félagsins.