19.01.2024
Hástökkvari ánægjuvogarinnar 2023!
Orkan hlaut titilinn "hástökkvarinn" fyrir að vera það fyrirtæki sem hækkaði mest í mælingum á milli ára.
Orkan hlaut titilinn "hástökkvarinn" fyrir að vera það fyrirtæki sem hækkaði mest í mælingum á milli ára.
Við erum hástökkvarar ánægjuvogarinnar 2023!
Íslenska ánægjuvogin verðlaunar þau fyrirtæki sem skara fram úr í ánægju viðskiptavina á sínum markaði. Í dag hlaut Orkan titilinn "hástökkvarinn" fyrir að vera það fyrirtæki sem hækkaði mest í mælingum á milli ára. Á hverjum degi leggur starfsfólk Orkunnar sig fram við að veita viðskiptavinum bestu þjónustuupplifun á sjálfsafgreiðslustöðvum og því frábær hvatning að fá þessa viðurkenningu frá viðskiptavinum okkar.
Við þökkum Stjórnvísi og Prósent fyrir þessa mikilvægu rannsókn ár hvert.
En fyrst og fremst þökkum við ykkur, kæru viðskiptavinir fyrir að vera Orkuboltar!