14.06.2016

Olíuflutningabíll fór út af veginum, bílstjórinn slapp með skrámur og óverulegt magn olíu lak út bílnum.

Ökumaður olíuflutningabíls Skeljungs virðist hafa sloppið
með skrámur þegar bíllinn hafnaði á hvo...

Ökumaður olíuflutningabíls Skeljungs virðist hafa sloppið með skrámur þegar bíllinn hafnaði á hvolfi utan vegar við Höskuldsstaði í Skagafirði í gærkvöld. Í bílnum voru 28.900 lítrar af gasolíu en talið er að óverulegt magn hennar hafi lekið úr bílunum og tengivagni hans við óhappið. Aðgerðir á slysstað gengu vel og það er búið að koma bílnum af vettvangi. Öll hreinsun var kláruð um kl. 02  í nótt.

 

Samkvæmt viðbragðsáætlun Skeljungs voru kallaðir til bílar með tæki til að hreinsa staðinn. Hugsanleg áhrif óhappsins á umhverfið verða metin í dag og þá verður brugðist við aðstæðum í samvinnu við heilbrigðisfulltrúa.

 

„Við erum mjög þakklát fyrir að ekki fór verr og mikilvægast er að bílstjórinn sé heill á húfi, það er ómetanlegt. Þegar að svona slys á sér stað er mikilvægt að bregðast hratt og rétt við, bæði til að koma í veg fyrir meira slys og til að tryggja aðstæður á vettvangi. Það sýndi sig svo sannarlega í gær, þar koma enn og aftur sannir innviðir Skeljungs í ljós. Líka finnst mér vert að nefna að viðbragðsflýti lögreglu og slökkvuliðs á staðnum var svo sannarlega til fyrirmyndar, starf þeirra er aðdáunarvert“ segir Valgeir forstjóri í morgunsárið.