Ný stöð opnar á Möðrudal
Við höfum opnað nýja þjónustustöð við þjóðveg 1 á bænum Möðrudal á Möðrudalsöræfum.
Við höfum opnað nýja þjónustustöð við þjóðveg 1 á bænum Möðrudal á Möðrudalsöræfum.
Við höfum opnað nýja þjónustustöð við þjóðveg 1 á bænum Möðrudal á Möðrudalsöræfum, þar sem boðið verður upp á 95 oktana bensín og dísil. Stöðin mun þjónusta svæði þar sem lengi hefur vantað eldsneytissölu og verður stöðin ekki síst mikilvæg fyrir þá sem eru á leiðinni upp á hálendi Norðausturlands.
Haldið hefur verið í upprunann í Möðrudal og stendur þar fallegur burstabær. Eldsneytistankar Orkunnar verða því einnig byggðir inn í burstabæ og er stefnt á að hefja smíðavinnu í júlí.
Stöðin stendur við kaffihúsið, Beitarhúsið sem býður viðskiptavinum heitt á könnunni ásamt heimabökuðum kleinum og ástarpungum. 7km inn á bæinn er gistiheimilið og ferðaþjónustan Fjalladýrð sem býður viðskiptavinum umhverfisvæna og persónulega ferðaþjónustu ásamt notalegri gistingu í kyrrlátu umhverfi. Ábúendur á Möðrudal á Fjöllum eru Vilhjálmur og Elísabet.
„Það er frábært að fá Orkuna til okkar þar sem viðskiptavinir leita reglulega hingað með tóman tank. Á þessu svæði er mikið um hálendisferðalanga og frábært að geta aukið þjónustu við þann hóp sem er hér á ferðinni,“ segir Vilhjálmur.
„Við erum spennt að opna Orkustöð á Möðrudal og auka þjónustustigið á Norðausturlandi. Við sjáum þörfina á þessu svæði og erum gríðarlega ánægð að fá að taka þátt í uppbyggingunni með ábúendum Möðrudals, þeim Villa og Elísabetu,“ segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar.
Á efri mynd má sjá nýju stöðina á Möðrudal og á neðri mynd eru olíutankar sem búið er að klæða í burstabæjaútlit.
Gleðilegt ferðasumar!