5 krónur fyrir Úkraínu 10.mars
Þann 10.mars gefur Orkan fimm krónur af hverjum lítra sem dælt er til hjálparstarfs Rauða krossins í Úkraínu.
Þann 10.mars gefur Orkan fimm krónur af hverjum lítra sem dælt er til hjálparstarfs Rauða krossins í Úkraínu.
Þann 10.mars gefur Orkan fimm krónur af hverjum lítra sem dælt er til hjálparstarfs Rauða krossins í Úkraínu. Þetta gildir um alla lítra á öllum stöðvum óháð greiðslumáta. Rauði krossinn sinnir mannúðaraðstoð og veitir sálrænan stuðning fyrir þolendur átakanna í Úkraínu.
„Við viljum leggja okkar af mörkum og styðja á þennan hátt við hjálparstarf Rauða krossins. Við vonumst til að styrkurinn muni koma að góðum notum og viðskiptavinir okkar velji að leggja málefninu lið með því að dæla í dag því Orkan gefur 5 kr. af hverjum seldum lítra.”segir Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar.
Allt fjármagn sem Rauði krossinn fær verður nýtt til að mæta þörfum íbúa Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning bæði í Úkraínu og nágrannalöndum.
„Á meðan atburðirnir eru sorglegir þá fyllist maður þakklæti fyrir hvað fyrirtæki og einstaklingar eru tilbúnir að aðstoða og taka þátt í að koma fólki á flótta til hjálpar. Við hjá Rauða krossinum erum afskaplega þakklát fyrir framtakið og stuðninginn frá Orkunni og viðskiptavinum þeirra.“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.