07.12.2023

Allar Orkustöðvar eru nú Netgíróvæddar

Nú geta viðskiptavinir okkar notað Netgíró til að greiða fyrir þann orkugjafa sem þeir kjósa að kaupa.

Við höfum bætt við nýjum greiðslumöguleika á öllum dælum stöðva okkar sem nú eru 72 talsins, víðsvegar um landið. Viðskiptavinir okkar geta því greitt fyrir þann orkugjafa sem þeir kjósa að kaupa með Netgíró. Þannig bjóðum við viðskiptavinum enn betri tækifæri til að nýta sér þær greiðslulausnir sem henta hverju sinni. Lausnin virkar á öllum dælum og því er hægt að kaupa eldsneyti, rafmagn og einnig rúðuvökva.

Tíu ár eru síðan Netgíró kom fram á sjónarsviðið og var þá fyrsta íslenska greiðslulausnin sem fór ekki í gegnum erlend greiðslumiðlunarkerfi. Lausnin er sjálfstætt íslenskt kerfi sem fór og fer enn í gegnum Reiknistofu bankanna og þaðan beint í heimabankann hjá viðskiptavinum.

Ásamt netgíró er hægt að greiða með öllum helstu kredit- og debit kortum, Apple/Google Wallet, Orkulyklinum, Orkulyklinum í símanum og e1 appinu (fyrir rafmagnið).

Á myndinni frá vinstri eru: Vífill Ingimarsson, forstöðumaður rekstrarsviðs Orkunnar, Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, Bryndís Gísladóttir, sölustjóri Netgíró, og Helgi Björn Kristinsson, forstöðumaður Netgíró.