29.01.2024
Orkuboltar hljóta vottun frá Great Place to Work
Vottunin er mælikvarði á starfsánægju starfsmanna í Evrópu.
Vottunin er mælikvarði á starfsánægju starfsmanna í Evrópu.
Bestu Orkuboltarnir hlutu vottun frá Great Place to Work.
Great Place to Work er alþjóðleg stofnun sem kannar starfsánægju og gefur fyrirtækjum í leiðinni viðurkenningu fyrir frábæra vinnustaðamenningu.
Vottunin er byggð á svörum starfsfólks okkar um upplifun og ánægju þeirra af vinnustaðnum. Við hlökkum til að halda áfram að byggja upp sterka og orkumikla vinnustaðamenningu með öllu okkar frábæra starfsfólki.
Starfsfólk okkar vinnur að því sameiginlega markmiði að fjölga þjónustulausnum á stöðvunum okkar til að einfalda þér lífið á ferðinni og bjóða bestu þjónustuupplifun á sjálfsafgreiðslustöðvum.