27.05.2015

Orkan og Mjölnir í samstarfi

Í byrjun maí var kláraður samningur Skeljungs við íþróttafélagið Mjölni um árangurstengdan styrk í ...

Í byrjun maí var kláraður samningur Skeljungs við íþróttafélagið Mjölni um árangurstengdan styrk í gegnum notkun á sérstökum Mjölnis Orkulyklum.
Í Mjölni er mjög kraftmikil starfssemi þar sem um 1.400 manns æfa, menn, konur og krakkar.  Þess má geta að fáir hópar hafa farið jafnvel af stað og Mjölnir í því að koma lyklum til sinna liðsmanna og vonumst við til þess að það haldi áfram.

Á myndunum eru þeir Jón Viðar framkvæmdastjóri Mjölnis og Jón Páll markaðsstjóri Skeljungs (þessi í borgaralegu fötunum). Þó myndirnar beri það ekki allar með sér, skal það tekið skýrt fram að undirskriftin var gerð af fúsum og frjálsum vilja við óþvingaðar aðstæður.