Nýir eigendur hafa tekið við Skeljungi
Eigendur SF IV eru Arion Banki, Draupnir-Sigla, Einarsmelur, Festa
lífeyrissjóður, Gildi lífeyriss...
Eigendur SF IV eru Arion Banki, Draupnir-Sigla, Einarsmelur, Festa
lífeyrissjóður, Gildi lífeyriss...
Eigendur SF IV eru Arion Banki, Draupnir-Sigla, Einarsmelur, Festa
lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Íscap, Kaskur, PB 1, Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins, SÍA II, Sjóvá, Stapi lífeyrissjóður, Söfnunarsjóður
lífeyrisréttinda, VÍS, sjóðir í rekstri Stefnis auk nokkurra lykilstarfsmanna
Skeljungs.
SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, er stærsti
einstaki hluthafi félagsins með um 24% hlut. Hluthafar SÍA II samanstanda af
lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Framtakssjóðir á vegum
Stefnis hafa verið leiðandi í framtaksfjárfestingum á Íslandi undanfarin misseri
og hafa, ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir yfir 20 milljarða í óskráðum
félögum frá árinu 2011.
Aðrir eigendur í SF IV eru lífeyrissjóðir, með
um 30% hlut, fjármálafyrirtæki og sjóðir, með um 25% og einkafjárfestar, með um
21%.
Ný stjórn Skeljungs hefur verið kosin en hana skipa þau Benedikt
Ólafsson, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Ingi Guðjónsson, Jón Diðrik Jónsson
(stjórnarformaður) og Katrín Helga Hallgrímsdóttir.
Skeljungur var
stofnaður árið 1928 og rekur 66 bensínstöðvar undir vörumerkjunum Orkan og
Shell. Hjá fyrirtækinu starfa um 300 starfsmenn. Þá selur félagið fyrirtækjum um
allt land eldsneyti og tengdan varning. Félagið á um 35 fasteignir sem eru
samtals um 23.000 fermetrar.
Samhliða kaupum á Skeljungi gekk SF IV frá
kaupum á þeim hlutum í færeyska olíufélaginu P/F Magn, sem ekki voru þegar í
eigu Skeljungs. P/F Magn var stofnað af Shell í Danmörku árið 1953. Hjá
fyrirtækinu starfa um 140 starfsmenn. Magn rekur 11 bensínafgreiðslustöðvar í
Færeyjum auk þess að sinna fyrirtækjamarkaði og selja gasolíu til húshitunar í
Færeyjum.