Orkan er Fyrirtæki ársins 2025 hjá VR
Fyrirmyndar fyrirtæki, Fræðsluviðurkenning og Fyrirtæki ársins 2025!
Fyrirmyndar fyrirtæki, Fræðsluviðurkenning og Fyrirtæki ársins 2025!
Niðurstöður úr stærstu vinnumarkaðskönnun landsins, könnun VR um Fyrirtæki ársins 2025, liggja nú fyrir. Spurt var um stjórnun, launakjör, starfsanda, jafnrétti, starfsánægju, og fleira. Þau fyrirtæki sem sköruðu fram úr í könnuninni hlutu formlega viðurkenningu, enda ærin ástæða til að vekja athygli á frammistöðu þeirra.
Veitt voru verðlaun í þremur flokkum, lítil, meðalstór og stór fyrirtæki. Það voru 15 efstu fyrirtækin í hverjum flokki sem fengu boð á athöfnina sem fór fram í Hörpu og fengu þau öll nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki 2025. Við í Orkunni vorum í þeim flokki og einnig hlutum við Fræðsluviðurkenningu VR 2025 sem einungis er veitt einu fyrirtæki í hverjum flokki.
Að lokum fengum við aðal viðurkenninguna sem aðeins þau þrjú fyrirtæki hljóta sem skora efst í hverjum flokki, en við vorum valin FYRIRTÆKI ÁRSINS 2025!
Þessar viðurkenningar veita okkur staðfestingu á þeirri vegferð sem við höfum unnið að með öllum okkar Orkuboltum. Okkar markmið er að skapa jákvætt, traust og uppbyggilegt starfsumhverfi þar sem allir hafa rödd og taka þátt í að móta starfsumhverfið.
Við erum þakklát fyrir alla Orkuboltana sem taka þátt og leggja sitt af mörkum alla daga við að skapa orkumikla og skemmtilega vinnustaða menningu.