28.12.2015

Skeljungur og Á allra vörum í samstarf.

Undirritaður hefur verið styrktarsamningur á milli Skeljungs og Á allra vörum.
Samningurinn er til...

Undirritaður hefur verið styrktarsamningur á milli Skeljungs og Á allra vörum.
Samningurinn er til fjögurra ára og tekur gildi desember 2015....

Samkvæmt samningnum geta velunnarar Á allra vörum sótt um sérmerktan Orkulykil, lykilinn ber þá merki Á allra vörum. Skeljungur heitir 2.500 kr. á hvern virkan lykil skráðan á félagið, auk þess sem 1 kr. af hverjum seldum lítra rennur til félagsins. Ár hvert verður svo staðið að sérstökum ofurdegi Á allra vörum þar sem 2 kr. af hverjum seldum lítra, óháð greiðslumáta renna til félagsins.

Söfnunin rennur svo í sérstakan jólasjóð Á allra vörum og verður varið í góðgerðastarf í desembermánuð ár hvert. Fyrsta úthlutun sjóðsins verður í desember 2016.

Hægt er að sækja um lykilinn hér:
www.orkan.is/aallravorum