Jólaumbúðagámar á stöðvum Orkunnar
Við verðum með umbúðagáma á sex stöðvum Orkunnar frá 23.- 28. desember.
Við verðum með umbúðagáma á sex stöðvum Orkunnar frá 23.- 28. desember.
Fimmta árið í röð bjóðum við viðskiptavinum að koma á valdar stöðvar Orkunnar og tæma plast og pappa í umbúðagáma.
Í ár verða umbúðagámarnir staðsettir við sex Orkustöðvar og þar verður hægt að losa pappa og jólapappír í einn gám og plast í annan gám.
Umbúðagámarnir verða opnir frá 23.- 28. desember frá kl. 08-23.
Umbúðagámarnir verða staðsettir á:
Austurströnd, Seltjarnarnesi
Gylfaflöt, Reykjavík
Kleppsvegi, Reykjavík
Reykjavíkurvegi, Hafnafirði
Skagabraut, Akranesi
Mýrarvegi, Akureyri
Í pappagáminn fer:
- Allur gjafapappír og bylgjupappír
Í plastgáminn fer:
- Allt umbúðaplast
- Frauðplast í litlu magni
Pakkaböndin flokkast í blandaðan úrgang.
Ekki er ætlast til að járn af umbúðum fari með í gámana.
Renndu við og nýttu orkuna til að flokka.