Orkan er vinnustaður í fremstu röð 2024
Moodup veitir viðurkenninguna.
Moodup veitir viðurkenninguna.
Við erum vinnustaður í fremstu röð 2024!
Moodup sér um mannauðsmælingar sem mæla starfsánægju og þar með eflir bæði stjórnendur, starfsumhverfið og bætir frammistöðu starfsfólks.
Til að hljóta þessa viðurkenningu þurfa fyrirtæki að uppfylla þrjú skilyrði:
1. Mæla starfsánægju að minnsta kosti einu sinni á ársfjórðungi
2. Bregðast við endurgjöf frá starfsfólki
3. Ná árangursviðmiði um starfsánægju samanborið við aðra íslenska vinnustaði
Moodup notar mælaborð sem auðveldar stjórnendum að skilja og bæta starfsánægju út frá nýjustu upplýsingum.
Orkuboltar svara púlsmælingum mánaðarlega þar sem fylgir meðal annars textaspurning sem gefur færi á endurgjöf sem stjórnendur geta síðan brugðist við inn í stjórnborðinu. Nafnleynd ríkir við kannanirnar og því örugg leið til að tjá sig um starfsumhverfi sitt.
Viðurkenningin frá Moodup staðfestir áherslu okkar á að huga vel að Orkuboltunum okkar og tryggja þeim framúrskarandi starfsumhverfi.
Ánægt starfsfólk leiðir til ánægðari viðskiptavina!