15.04.2015

Orkan og Þróttur - Krafmikið samstarf

Skeljungur og Þróttur Reykjavík undirrituðu samstarfssamning í síðustu viku sem nær til þriggja ára...

Skeljungur og Þróttur Reykjavík undirrituðu samstarfssamning í síðustu viku sem nær til þriggja ára. Skeljungur, undir merkjum Orkunnar, verður með þessu aðalstyrktaraðili Þróttar í öllum flokkum og framan á búningi í fótbolta, handbolta og blaki. Samhliða þessu verður farið í öflugt sölustarf með Þrótti.

Myndin er tekin við undirritun samningsins. Á myndinni er Ótthar Edvardsson, Valgeir Baldursson og 3 leikmenn Þróttar í hinum nýju treyjum félagsins.