07.10.2015

Orkan nýr styrktaraðili Gróttu

Orkan og handknattleiksdeild Gróttu hafa skrifað undir samstarfssamningar til næstu tveggja ára þar...

Orkan og handknattleiksdeild Gróttu hafa skrifað undir samstarfssamningar til næstu tveggja ára þar sem Orkan verður ein af aðalstyrktaraðilum félagsins. Samningurinn felur í sér víðtækt samstarf Gróttu og Orkunnar meðal annars í formi lyklasamstarfs þar sem leikmenn og stuðningsmenn Gróttu geta fengið sérstakan Gróttu-lykil frá Orkunni þar sem ein kr. af hverjum eldsneytislítra rennur til Gróttu ásamt árangurstengdum greiðslum. Orkan verður framan á búningum Gróttu ásamt því að merki Orkunnar mun einnig prýða miðjuna á heimavelli Gróttu.

Ingvi Örn Ingvason, markaðssérfræðingur Skeljungs og Kristín Þórðardóttir varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu skrifuðu undir samninginn í hálfleik þegar Grótta tók á móti ÍBV á dögnum og fór undirskriftin vitaskuld fram á miðjunni góðu.