Átakið Upplifun fyrir alla er fjáröflunarverkefni á vegum Háskóla Íslands fyrir Reykjadal.
Reykjadalur eru einu sumarbúðirnar fyrir fötluð börn á Íslandi. Árlega dveljast í Reykjadal um 300 ungmenni á aldrinum 8-35 ára. Nýlega var sumarbúðum á Stokkseyri lokað og hefur það skapað aukið álag á Reykjadal. Langir biðlistar hafa myndast og er biðtíminn í dag tvö ár. Því er nauðsynlegt að tryggja Reykjadal nægjanlegt fjármagn svo hægt sé að hefjast handa við stækkun til að mæta þeim biðlistum sem eru nú þegar.
Við nýtum Orkuna til góðs í þessari fjáröflun og tókum þátt í myndbandi tileinkað verkefninu, þar heitir Orkan 100 krónum á hvert like sem myndbandið fær – eftir 5 klukkustundir í loftinu hefur myndbandið þegar fengið 3.812 like og 625 deilingar.
Skeljungur skrifaði einnig undir áframhaldandi samstarf við Reykjadali í framhaldinu af fjáröfluninni þar sem lyklar og ofurdagar tileinkaðir hóp Reykjadals gefa til félagsins.
Myndbandið er hægt að sjá
hér – endilega kíkið og skellið á einu like-i.