09.01.2024

3,3 tonn voru flokkuð í umbúðagámana

Viðskiptavinir Orkunnar söfnuðu rúmum 3 tonnum af úrgangi í umbúðagámana.

Við erum alltaf að leita leiða til að stytta viðskiptavinum sporin og aðstoða við flokkun. Þriðja árið í röð buðum við upp á umbúðagáma á milli jóla og nýárs í samtarfi við Terra. Í ár buðum við upp á tvo gáma á hverri staðsetningu, einn fyrir plast og annan fyrir pappa og jólapappírinn. Umbúðagámarnir voru staðsettir við Orkuna á Austurströnd, Gylfaflöt, Kleppsvegi, Reykjavíkurvegi og Skagabraut.

Viðskiptavinir okkar söfnuðu rúmlega 3 tonnum af úrgangi. Viðskiptavinir við Austurströnd og Kleppsveg unnu "flokkunarsnillingar" titilinn en þeir söfnuðu hvað mest í gámana!

Takk fyrir að nýta orkuna til að flokka!