WOW air flýgur áfram á eldsneyti frá Skeljungi
Undirritaður hefur verið samningur um áframhaldandi samstarf
á milli Skeljungs og WOW air sem k...
Undirritaður hefur verið samningur um áframhaldandi samstarf
á milli Skeljungs og WOW air sem k...
Undirritaður hefur verið samningur um áframhaldandi samstarf á milli Skeljungs og WOW air sem kveður á um kaup flugfélagsins á flugvélaeldsneyti af Skeljungi.
Skeljungur og WOW air hafa átt í samstarfi fá því að flugfélagið hóf áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli í maí árið 2012.
‘‘Samningur um áframhald á farsælu samstarfi WOW air og Skeljungs eru okkur mikið ánægjuefni og við fögnum samferðinni við ört vaxandi félag í framtíðina‘‘ , segir Valgeir Baldursson Forstjóri Skeljungs um samstarfið.
Frá því árið 2013 hefur fjölgun farþega WOW air farið úr 400 þúsund farþegum í tæplega 800 þúsund árið 2015 og gerir félagið ráð fyrir að yfir 1,5 milljón farþega muni ferðast með félaginu á næsta ári.
Samningurinn fellur vel að því meginmarkmiði Skeljungs að þjóna orkuþörf einstaklinga bæði hratt og örugglega og um leið í sátt við umhverfið. Skeljungur er með starfsemi á yfir 100 stöðum á landinu og selur eldsneyti og olíur til einstaklinga og fyrirtækja í sjávarútvegi, landbúnaði, landflutningum, flugi og til verktaka.