12.08.2013

-5 kr. á Orkunni Miklubraut

Nú standa yfir framkvæmdir við tankaskipti á Orkustöðinni á Miklubraut Norður (við Fram-svæðið). E...

Nú standa yfir framkvæmdir við tankaskipti á Orkustöðinni á Miklubraut Norður (við Fram-svæðið). Eldsneytisafgreiðslan verður opin  allan tímann á meðan á framkvæmdum stendur þó ekki verði allar dælur opnar í einu. Vegna þessa ónæðis fyrir viðskiptavini verður eldsneytisverð 5 krónum lægra þar en annars staðar og jafnframt 5 krónum lægra en gefið er upp á HÉR á vefnum.  

Þessi tímabundna verðbreyting hefur ekki áhrif á afslætti með kortum og lyklum Orkunnar og staðgreiðslukorti Skeljungs.

Myndirnar voru teknar við upphaf framkvæmda.